Starf á ferðaskrifstofu

 (English version below)

 

Getur þú skipulagt frábærar ferðir um Vestfirði og Ísland?

Ferðaskrifstofustarfsmaður óskast í heilsársstarf, upphafstími sveigjanlegur einhverntímann eftir páska 2017

Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem getur unnið mikið sjálfstætt á skrifstofu og á sama tíma selt og átt góð samskipti við viðskiptavini okkar sem koma alls staðar að úr heiminum. Starfið er bæði krefjandi og skemmtilegt. Við erum lítið fyrirtæki í góðum vexti og hjá okkur er viðskiptavinurinn númer eitt.

Um er að ræða framtíðarstarf á skrifstofu okkar á Ísafirði sem krefst ýmist sjálfstæðrar vinnu eða samvinnu í nokkurra manna teymi. Jafnt starfshlutfall allt árið: fastur vinnutími á sumrin en sveigjanlegur vinnutími á veturna. Starfið krefst mjög lítillar yfirvinnu en starfsfólk skiptist á að vinna helgarvinnu og að taka að sér neyðarsímabakvaktir. Fyrstu tveir mánuðir í starfi eru þjálfunar- og reynslutími.

Lágmarkskröfur:
- Áhugi og metnaður fyrir starfinu
- Mjög góð þekking á Vestfjörðum og Íslandi
- Mjög góð enskukunnátta og tölvufærni
- Góðir sölu- og samskiptahæfileikar, sérstaklega í tölvupósti
- Sjálfstæði, ábyrgð og nákvæmni

Eitthvað af eftirfarandi styrkir umsóknina:
- Reynsla af ferðaskrifstofustörfum, eða öðrum ferðaþjónustustörfum
- Háskólapróf í ferðaþjónustu, viðskiptum eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Góð íslenskukunnátta
- Leiðsögumannshæfni og/eða reynsla
- Skrifleg og/eða munnleg færni í öðrum erlendum tungumálum, sérstaklega þýsku/frönsku

Umsóknir skulu berast til Halldórs á netfangið halldor@wildwestfjords.com ásamt ferilskrá fyrir 20. mars 2017.

 

(Íslensk útgáfa fyrir ofan)

 

Can you plan great trips around the Westfjords and Iceland?

A full year travel agent job, flexible starting date sometime after Easter 2017

We are looking for an energetic individual that can do independent office work and at the same time sell and communicate with our customers from all over the world. The work is both challenging and interesting. We are a highly customer oriented and rapidly growing small company.

This is a future job at our Ísafjörður office requiring both independent work and cooperation in a small team. The work is equally distributed throughout the year, with fixed working hours during summer but flexible hours during winter. The job requires very little overtime work but staff takes turns working on weekends and handling emergency telephone backshifts. The first two working months are a training and probationary period.

Minimum requirements:
- Work ambition and interest
- Excellent knowledge of the Westfjords and Iceland
- Excellent English and computer skills
- Good sales and communication skills, particularly email
- Independence, responsibility and accuracy

Any of the following are additionally useful:
- Experience of travel agency work, or other tourism work
- University education in tourism, business or any other study with practical applications to the job
- Good Icelandic skills
- Tour guiding experience and skills
- Other foreign languages than English, particularly German and/or French

Applications should be sent to Halldór at halldor@wildwestfjords.com by 20th March 2017. Please attach a CV.